Erlent

Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fiskeldi við Íslandsstrendur.
Fiskeldi við Íslandsstrendur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Nú hefur verið ákveðið að verja 45 milljónum norskra króna, eða 630 milljónum íslenskra króna, til að rannsaka hvort sjómennirnir hafi rétt fyrir sér. Rannsóknin, sem á að hefjast í janúar og á að standa í fimm ár, fer fram í þremur fjörðum í Finnmörku en niðurstöðurnar munu gagnast öðrum byggðarlögum.

Á vef norska ríkisútvarpsins er haft eftir Pål Arne Bjørn, verkefnisstjóra hjá Hafrannsóknastofnuninni í Noregi, að fylgjast eigi með lífi í firði fyrir og eftir að laxeldiskvíum er komið fyrir. Rannsaka á meðal annars hvort laxeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu þorsksins og vöxt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×