Innlent

Jón Steinar segir afskipti Kára fyrir neðan allt velsæmi

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Steinar telur afskipti Kára og staðhæfingar um málið fyrir neðan allt velsæmi.
Jón Steinar telur afskipti Kára og staðhæfingar um málið fyrir neðan allt velsæmi.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður furðar sig á afskiptum Kára Stefánssonar forstjóra í máli sem var áberandi í fréttum gærdagsins og snýst um deilur innan Háskóla Íslands. Um er að ræða ásakanir Sigrúnar Helgu Lund, sem sagði prófessorstöðu sinni lausri en henni finnst rektor ekki hafa brugðist við ásökunum hennar um áreiti af hálfu Sigurða Yngva Kristinsson, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Sigurður Yngvi hefur vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þvert á móti hafi það verið Sigrún Helga sem réðst á sig.

Kári birtist óvænt á sviðinu

Jón Steinar ritar pistil um málið sem birtist á Vísi nú í morgun. Honum þykir framganga Kára með miklum ólíkindum:

„Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni,“ skrifar Jón Steinar.

Mál þeirra Sigurðar Yngva og Sigrúnar Helgu hafa vakið mikla athygli.Mynd/Samsett
Lögmaðurinn segir að fyrir liggi að Kári Stefánsson viti ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. 

Klappliðið skeytir hvorki um skömm né heiður

„Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því?“

Jón Steinar segir að málið ætti að vera einfalt í meðförum; meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. „Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×