Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2018 13:33 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. Þetta kemur fram í niðurstöðu Innri endurskoðunar á Braggamálinu sem má nálgast hér. Innri endurskoðun segir óásættanlegt sé að upplýsingagjöf til borgarráðs sé þannig háttað í upplýsingum byggir ráðið ákvarðanir sínar. Þá segir Innri endurskoðun að upplýsingastreymi verkefnisins hafi verið ófullnægjandi á allflestum stigum. Svo virðist sem verkefnastjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem hafði umsjón með verkefninu hafi ekki upplýst sinn yfirmann um stöðu mála, en um er að ræða Hrólf Jónsson sem sagði við fjölmiðla í haust að hann bæri ábyrgð á þessu máli, en hann lét af störfum nokkru áður. „Þeim ber þó ekki saman um það atriði og sama máli gegnir um ákvarðanatöku í tengslum við verkefnið, til dæmis varðandi breytingar á hugmyndum um útfærslu. Til dæmis má nefna breytingu á kaffistofu í vínveitingastað og breytingu á einföldum trépalli í hönnunarlóð. Verkefnastjóri kveðst hafa borið allar stærri ákvarðanir undir fyrrum skrifstofustjórann en hann segist lítið hafa verið inni í þessum málum.“Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg.Stöð 2Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sinnti ekki sinni stjórnendaábyrgð með því að fylgjast með verkefnum skrifstofunnar og upplýsa sína yfirmenn svo og borgarráð. Svo virðist vera sem verkefnið hafi einhvern veginn „gleymst“ og týnst meðal stærri og meira áberandi verkefna, að því er fram kemur í skýrslunni. Telja ekki rétt að tala um framúrkeyrslu Frumkostnaðaráætlun Braggans nam 158 milljónum króna sem hefur verið borin saman við raunkostnaðinn 425 milljónir króna og talað um það sem framúrkeyrslu. Innri endurskoðun segir þetta ekki rétt því þegar frumkostnaðaráætlunin var gerð lá ekki fyrir sú útfærsla sem nú er á byggingunni. „Metið hefur verið að breytingar á upphaflegum hugmyndum sem lagðar voru fyrir borgarráð í júlí 2015 ásamt frumkostnaðaráætluninni hafi kostað 94 m.kr. Auk þess var kostnaður vegna verndunarsjónarmiða sem ekki var gert ráð fyrir í frumkostnaðaráætlun 71 m.kr. og síðan bætast við 21 m.kr. vegna hreinsunar út úr húsunum og umsýslukostnaðar innan borgarkerfisins. Frumkostnaðaráætlunin að viðbættum ofantöldum liðum gerir samtals 344 m.kr,“ segir í niðurstöðu Innri endurskoðunar. Leigan of lág Þá var gerður samningum við Grunnstoð, dótturfélag Háskólans í Reykjavík, um leigu á fasteignunum. Samningurinn er skýr að mati Innri endurskoðunar og tekur á öllum nauðsynlegum atriðum slíks samnings, en í honum er kveðið á um afhendingu húsnæðisins tæpu ári eftir undirritun. Innheimta húsaleigu hófst í júlí 2018 og er hún í samræmi við samninginn eða 670 þúsund krónur á mánuði.Bragginn í Nauthólsvík olli miklu umtali á sínum tíma. Vísir/VilhelmVið afgreiðslu málsins í borgarráði var leigufjárhæð samþykkt og gert ráð fyrir því að meðgjöf borgarinnar með samningnum yrði 41 milljón krónur á 40 ára leigutíma. Miðað við þær forsendur sem skrifstofa eigna og atvinnuþróunar gaf sér 2015 og raunkostnað framkvæmdanna verður meðgjöf Reykjavíkurborgar til Háskólans í Reykjavík/Grunnstoðar 257 milljónir króna en leigugreiðslur þyrftu að vera um 1.6 milljónir króna á mánuði til að núvirði verkefnisins verði jákvætt.Ekki heppilegt að ráða arkitekt sem verkefnisstjóra Innri endurskoðun segir einn af arkitektum bygginganna hafa verið ráðinn sem verkefnisstjóri á byggingarstað en það var ekki talin heppileg ráðstöfun með tilliti til hagsmunaárekstra. Segir Innri endurskoðun verkefnisstjóra hafa haft það hlutverk að sinna eftirliti með verktökum og staðfesta reikninga þeirra, en þar sem viðvera arkitektsins var takmörkuð er óvíst að eftirlitið hafi verið jafnmikið og það hefði þurft að vera.Útsýnið úr Bragganum yfir á Kársnes. Vísir/Vilhelm„Þrátt fyrir að hægt sé að útvista verkefnisstjórahlutverkinu til utanaðkomandi aðila er ekki hægt að útvista ábyrgðinni og hún er á herðum skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Samt virðist verkefnastjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hafa haft lítið eftirlit með framkvæmdunum sem hann þó bar ábyrgð á gagnvart sínum yfirmanni,“ segir í skýrslunni.Brot á sveitarstjórnarlögum Þá segir í skýrslunni að farið hafi verið fram úr samþykktu fjárheimildum og þess ekki gætt að sækja um viðbótarfjármagn áður en stofnað var til kostnaðar. Það er brot á sveitarstjórnarlögum og reglum borgarinnar. Heildarkostnaðurinn í desember var kominn í 425 milljónir króna en úthlutað hefur verið heimildum að fjárhæð 352 milljóna króna. Segir Innri endurskoðun að svo virðist vera sem enginn hafi fylgst með því að verkefnið væri innan fjárheimilda.Virtist lifa sjálfstæðu lífi án aðkomu annarra Eftirlit með verkefninu var að flestu leyti ófullnægjandi og svo virðist sem verkefnið hafi lifað sjálfstæðu lífi án aðkomu annarra en þess þrönga hóps sem annaðist það. Skjölun vegna verkefnisins var ófullnægjandi, nánast engin skjöl um það fundust í skjalavörslukerfi borgarinnar og það er brot á lögum um opinber skjalasöfn svo og skjalastefnu borgarinnar. Almennt eykst misferlisáhætta í beinu hlutfalli við minnkandi eftirlit, minna gagnsæi, minna aðhald stjórnenda og þegar reglum er ekki framfylgt. Niðurstöður Innri endurskoðunar benda eindregið til þess að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. Þetta kemur fram í niðurstöðu Innri endurskoðunar á Braggamálinu sem má nálgast hér. Innri endurskoðun segir óásættanlegt sé að upplýsingagjöf til borgarráðs sé þannig háttað í upplýsingum byggir ráðið ákvarðanir sínar. Þá segir Innri endurskoðun að upplýsingastreymi verkefnisins hafi verið ófullnægjandi á allflestum stigum. Svo virðist sem verkefnastjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem hafði umsjón með verkefninu hafi ekki upplýst sinn yfirmann um stöðu mála, en um er að ræða Hrólf Jónsson sem sagði við fjölmiðla í haust að hann bæri ábyrgð á þessu máli, en hann lét af störfum nokkru áður. „Þeim ber þó ekki saman um það atriði og sama máli gegnir um ákvarðanatöku í tengslum við verkefnið, til dæmis varðandi breytingar á hugmyndum um útfærslu. Til dæmis má nefna breytingu á kaffistofu í vínveitingastað og breytingu á einföldum trépalli í hönnunarlóð. Verkefnastjóri kveðst hafa borið allar stærri ákvarðanir undir fyrrum skrifstofustjórann en hann segist lítið hafa verið inni í þessum málum.“Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg.Stöð 2Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sinnti ekki sinni stjórnendaábyrgð með því að fylgjast með verkefnum skrifstofunnar og upplýsa sína yfirmenn svo og borgarráð. Svo virðist vera sem verkefnið hafi einhvern veginn „gleymst“ og týnst meðal stærri og meira áberandi verkefna, að því er fram kemur í skýrslunni. Telja ekki rétt að tala um framúrkeyrslu Frumkostnaðaráætlun Braggans nam 158 milljónum króna sem hefur verið borin saman við raunkostnaðinn 425 milljónir króna og talað um það sem framúrkeyrslu. Innri endurskoðun segir þetta ekki rétt því þegar frumkostnaðaráætlunin var gerð lá ekki fyrir sú útfærsla sem nú er á byggingunni. „Metið hefur verið að breytingar á upphaflegum hugmyndum sem lagðar voru fyrir borgarráð í júlí 2015 ásamt frumkostnaðaráætluninni hafi kostað 94 m.kr. Auk þess var kostnaður vegna verndunarsjónarmiða sem ekki var gert ráð fyrir í frumkostnaðaráætlun 71 m.kr. og síðan bætast við 21 m.kr. vegna hreinsunar út úr húsunum og umsýslukostnaðar innan borgarkerfisins. Frumkostnaðaráætlunin að viðbættum ofantöldum liðum gerir samtals 344 m.kr,“ segir í niðurstöðu Innri endurskoðunar. Leigan of lág Þá var gerður samningum við Grunnstoð, dótturfélag Háskólans í Reykjavík, um leigu á fasteignunum. Samningurinn er skýr að mati Innri endurskoðunar og tekur á öllum nauðsynlegum atriðum slíks samnings, en í honum er kveðið á um afhendingu húsnæðisins tæpu ári eftir undirritun. Innheimta húsaleigu hófst í júlí 2018 og er hún í samræmi við samninginn eða 670 þúsund krónur á mánuði.Bragginn í Nauthólsvík olli miklu umtali á sínum tíma. Vísir/VilhelmVið afgreiðslu málsins í borgarráði var leigufjárhæð samþykkt og gert ráð fyrir því að meðgjöf borgarinnar með samningnum yrði 41 milljón krónur á 40 ára leigutíma. Miðað við þær forsendur sem skrifstofa eigna og atvinnuþróunar gaf sér 2015 og raunkostnað framkvæmdanna verður meðgjöf Reykjavíkurborgar til Háskólans í Reykjavík/Grunnstoðar 257 milljónir króna en leigugreiðslur þyrftu að vera um 1.6 milljónir króna á mánuði til að núvirði verkefnisins verði jákvætt.Ekki heppilegt að ráða arkitekt sem verkefnisstjóra Innri endurskoðun segir einn af arkitektum bygginganna hafa verið ráðinn sem verkefnisstjóri á byggingarstað en það var ekki talin heppileg ráðstöfun með tilliti til hagsmunaárekstra. Segir Innri endurskoðun verkefnisstjóra hafa haft það hlutverk að sinna eftirliti með verktökum og staðfesta reikninga þeirra, en þar sem viðvera arkitektsins var takmörkuð er óvíst að eftirlitið hafi verið jafnmikið og það hefði þurft að vera.Útsýnið úr Bragganum yfir á Kársnes. Vísir/Vilhelm„Þrátt fyrir að hægt sé að útvista verkefnisstjórahlutverkinu til utanaðkomandi aðila er ekki hægt að útvista ábyrgðinni og hún er á herðum skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Samt virðist verkefnastjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hafa haft lítið eftirlit með framkvæmdunum sem hann þó bar ábyrgð á gagnvart sínum yfirmanni,“ segir í skýrslunni.Brot á sveitarstjórnarlögum Þá segir í skýrslunni að farið hafi verið fram úr samþykktu fjárheimildum og þess ekki gætt að sækja um viðbótarfjármagn áður en stofnað var til kostnaðar. Það er brot á sveitarstjórnarlögum og reglum borgarinnar. Heildarkostnaðurinn í desember var kominn í 425 milljónir króna en úthlutað hefur verið heimildum að fjárhæð 352 milljóna króna. Segir Innri endurskoðun að svo virðist vera sem enginn hafi fylgst með því að verkefnið væri innan fjárheimilda.Virtist lifa sjálfstæðu lífi án aðkomu annarra Eftirlit með verkefninu var að flestu leyti ófullnægjandi og svo virðist sem verkefnið hafi lifað sjálfstæðu lífi án aðkomu annarra en þess þrönga hóps sem annaðist það. Skjölun vegna verkefnisins var ófullnægjandi, nánast engin skjöl um það fundust í skjalavörslukerfi borgarinnar og það er brot á lögum um opinber skjalasöfn svo og skjalastefnu borgarinnar. Almennt eykst misferlisáhætta í beinu hlutfalli við minnkandi eftirlit, minna gagnsæi, minna aðhald stjórnenda og þegar reglum er ekki framfylgt. Niðurstöður Innri endurskoðunar benda eindregið til þess að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira