Framleiðandi Marlboro veðjar á veip Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2018 14:31 Rafrettur Juul Labs líkjast USB-kubbi. Getty/Gabby Jones Fyrirtækið Altria, sem framleiðir Marlboro-sígaretturnar, er í þann mund að kaup 35 prósent hlut í rafrettuframleiðandanm Juul Labs. Talið er að hluturinn sé metinn á um 12,8 milljarða bandaríkjadala, sem gera um 1500 milljarða króna. Viðskiptin eru sögð til marks um vaxandi vinsældir rafretta á síðustu árum. Í yfirlýsingu frá sígarettuframleiðandanum segir meðal annars að kaupin séu í takti við framtíðarsýn sem gerir ráð fyrir að fullorðnir muni í auknum mæli færa sig frá hefðbundnum sígarettur yfir í rafrettur. Þó svo að Juul Labs sé ekki nema þriggja ára gamalt er fyrirtækið engu að síður orðið stórtækasti framleiðandi rafretta vestanhafs. Áætlað er að Juul Labs sé nú með um 75 prósent markaðshlutdeild á bandaríska rafrettumarkaðnum. Fyrirtækið var verðmetið á um 16 milljarða dala fyrir hálfu ári - en í ljósi þess að 35 prósent hlutur er nú metinn á 12,8 milljarða dala er heildarvirði þess í dag nær því að vera um 36,5 milljarðar dala.Breska ríkisútvarpið segist ekki sjá annað en áframhaldandi vöxt í kortunum hjá Juul Labs. Vörur fyrirtækisins munu njóta góðs af víðfemu söluneti Altria, auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið hefur mikla reynslu af því að hafa áhrif á lagasetningu í Bandaríkjunum. Vindlingabransinn hefur átt í vök að verjast vestanhafs og fyrir vikið hefur Altria öðlast yfirgripsmikla þekkingu á því hvernig best er að þrýsta á þarlenda stjórnmálamenn. Það muni eflaust koma sér vel ef og þegar sjónum verður beint að rafrettunum en nú þegar eru uppi háværar efasemdir um heilnæmi þeirra. Í því samhengi er bent á að Juul Labs hafi varið um 890 þúsund dölum í hvers kyns lobbíisma á þessu ári - samanborið við þá rúmlega 7 milljónir dala sem Altria hefur notað í baráttu sína í ár. Rafrettur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið Altria, sem framleiðir Marlboro-sígaretturnar, er í þann mund að kaup 35 prósent hlut í rafrettuframleiðandanm Juul Labs. Talið er að hluturinn sé metinn á um 12,8 milljarða bandaríkjadala, sem gera um 1500 milljarða króna. Viðskiptin eru sögð til marks um vaxandi vinsældir rafretta á síðustu árum. Í yfirlýsingu frá sígarettuframleiðandanum segir meðal annars að kaupin séu í takti við framtíðarsýn sem gerir ráð fyrir að fullorðnir muni í auknum mæli færa sig frá hefðbundnum sígarettur yfir í rafrettur. Þó svo að Juul Labs sé ekki nema þriggja ára gamalt er fyrirtækið engu að síður orðið stórtækasti framleiðandi rafretta vestanhafs. Áætlað er að Juul Labs sé nú með um 75 prósent markaðshlutdeild á bandaríska rafrettumarkaðnum. Fyrirtækið var verðmetið á um 16 milljarða dala fyrir hálfu ári - en í ljósi þess að 35 prósent hlutur er nú metinn á 12,8 milljarða dala er heildarvirði þess í dag nær því að vera um 36,5 milljarðar dala.Breska ríkisútvarpið segist ekki sjá annað en áframhaldandi vöxt í kortunum hjá Juul Labs. Vörur fyrirtækisins munu njóta góðs af víðfemu söluneti Altria, auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið hefur mikla reynslu af því að hafa áhrif á lagasetningu í Bandaríkjunum. Vindlingabransinn hefur átt í vök að verjast vestanhafs og fyrir vikið hefur Altria öðlast yfirgripsmikla þekkingu á því hvernig best er að þrýsta á þarlenda stjórnmálamenn. Það muni eflaust koma sér vel ef og þegar sjónum verður beint að rafrettunum en nú þegar eru uppi háværar efasemdir um heilnæmi þeirra. Í því samhengi er bent á að Juul Labs hafi varið um 890 þúsund dölum í hvers kyns lobbíisma á þessu ári - samanborið við þá rúmlega 7 milljónir dala sem Altria hefur notað í baráttu sína í ár.
Rafrettur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira