Pressa á ráðherra vegna alvarlegs ástands á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:00 Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir. Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir.
Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira