Erlent

Fengu milljónir í eldisjólabónus

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Starfsmenn norsks laxeldisfyrirtækis fengu risabónus.
Starfsmenn norsks laxeldisfyrirtækis fengu risabónus. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN
Stjórnandi norska laxeldisfyrirtækisins Ellingsen Seafood á eyjunni Skrova í Lofoten greiddi í vikunni starfsmönnum fyrirtækisins, sem eru rúmlega 100 talsins, 100 þúsund norskar krónur hverjum í jólabónus, eða um 1,4 milljónir íslenskra króna.

Á vef Dagens Næringsliv er haft eftir starfsmönnum að þeir hyggist gera vel við sig fyrir aukakrónurnar.

Stjórnandinn og meðeigandinn í fyrirtækinu, Line Ellingsen, segir að á 70 ára afmæli fyrirtækisins í fyrra hafi starfsmenn fengið 70 þúsund norskar krónur hver í bónus eða tæpar 970 þúsund íslenskra króna. Bónusinn nú sé hins vegar hærri en nokkru sinni.

Velta fyrirtækisins var í fyrra 757 milljónir norskra króna eða tæplega 10,5 milljarðar íslenskra króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×