Kalla líklega eftir viðbrögðum helstu braggastjórnenda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 16:38 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Vísir Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33