Körfubolti

Körfuboltakvöld: Þumlaleikur um hvort að Keflavík getur orðið meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjörugur þáttur í gærkvöldi.
Fjörugur þáttur í gærkvöldi. vísir/skjáskot
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru í stuði í gærkvöldi er þeir fóru yfir síðustu umferðina fyrir jól og gerðu upp fyrri hlutann.

Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, setti fram spurninguna um hvort að Keflavík gæti orðið meistari í Dominos-deild karla en liðið tapaði fyrir Tindastól á fimmtudagskvöldið.

„Þeir eru topp fjögur en meistaraefni? Nei,“ sagði Fannar en umræður spruttu út í settinu. Þær voru fjörugar eins og flestar umræður gærkvöldsins.

Fjórir kusu nei en tveir höfðu trú á Keflavík. Innslagið má sjá hér að neðan en þar má sjá hverjir kusu hvað.

Innslagið í heild:
Klippa: Körfuboltakvöld: Getur Keflavík orðið meistari?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×