Jólagleðin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn!
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun