Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2018 19:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30
Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00