Ekkert gert í apahljóðum sem beint var að Koulibaly: „Ég er stoltur af húðlit mínum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 09:00 Kalidou Koulibaly átti slæmt gærkvöld. getty/Tullio Puglia Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik. Ítalski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik.
Ítalski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira