Erlent

Eiginmennirnir látnir eftir árekstur tvennra hjóna á golfbílum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjónin voru á golfbílum er slysið varð. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Hjónin voru á golfbílum er slysið varð. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Tveir suðurkóreskir karlmenn fundust látnir í Tælandi eftir árekstur þeirra við golfbíl sem eiginkonur þeirra óku. Fólkið hafnaði ofan í á við áreksturinn og við það drukknuðu mennirnir. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá þessu.

Slysið varð á miðvikudag er verið var að ferja pörin, sem öll sátu í golfbílum, yfir Nan-ána sem rennur í gegnum golfvöllinn í Phitsanulok-héraði í norðurhluta Tælands. Í frétt Guardian segir að bíll kvennanna hafi rekist á bíl karlanna, með þeim afleiðingum að þau duttu ofan í ána.

Konunum var bjargað upp úr ánni um hæl en blásið var til víðtækrar leitar að körlunum. Lík annars mannsins fannst í gærkvöldi en íbúar á svæðinu gengu fram á lík hins í morgun, fimmtudag.

Hinir látnu hétu Jun Yong Sung og Jaeoong Ha. Þeir voru 68 og 76 ára gamlir. Hjónin tvenn höfðu dvalið í Tælandi frá því á aðfangadag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×