560 milljóna aukafjárveiting til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2018 12:59 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu fyrir rekstrarárið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu, þar sem segir að aukningin nemi að jafnaði um þrjú prósent af heildarfjárveitingu stofnananna á árinu. „Aukafjárveitingunni er fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofnananna sem að einhverju leyti stafar af veikleika í rekstri en má einnig rekja til ófyrirséðra útgjalda, t.d. vegna mönnunarvanda og veikinda starfsfólks sem kallar á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað. Ákveðnar breytingar eru fyrirhugaðar á fjármögnun heilbrigðisstofnana til lengri tíma litið þar sem áhersla verður lögð á að tengja framlög í auknum mæli við árangur. Stefnt er að því að innleiða sambærilegt fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæslusvið stofnananna og notað hefur verið í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu frá því um mitt ár 2017 og hefur þótt gefa góða raun. Einnig er áformað að breyta fjármögnun á hjúkrunarsviðum stofnananna og taka upp daggjaldagreiðslur líkt og á hjúkrunarheimilum þar sem fjárhæðirnar taka mið af hjúkrunarþyngd íbúanna,“ segir í tilkynningunni. Aukin framlög til heilbrigðisstofnana skiptast sem hér segir:Heilbrigðisstofnun Vesturlands, 98,8 m.kr.Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, 80 m.kr.Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 130 m.kr.Heilbrigðisstofnun Austurlands, 70 m.kr.Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 110 m.kr.Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 71,1 m.kr.“ Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu fyrir rekstrarárið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu, þar sem segir að aukningin nemi að jafnaði um þrjú prósent af heildarfjárveitingu stofnananna á árinu. „Aukafjárveitingunni er fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofnananna sem að einhverju leyti stafar af veikleika í rekstri en má einnig rekja til ófyrirséðra útgjalda, t.d. vegna mönnunarvanda og veikinda starfsfólks sem kallar á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað. Ákveðnar breytingar eru fyrirhugaðar á fjármögnun heilbrigðisstofnana til lengri tíma litið þar sem áhersla verður lögð á að tengja framlög í auknum mæli við árangur. Stefnt er að því að innleiða sambærilegt fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæslusvið stofnananna og notað hefur verið í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu frá því um mitt ár 2017 og hefur þótt gefa góða raun. Einnig er áformað að breyta fjármögnun á hjúkrunarsviðum stofnananna og taka upp daggjaldagreiðslur líkt og á hjúkrunarheimilum þar sem fjárhæðirnar taka mið af hjúkrunarþyngd íbúanna,“ segir í tilkynningunni. Aukin framlög til heilbrigðisstofnana skiptast sem hér segir:Heilbrigðisstofnun Vesturlands, 98,8 m.kr.Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, 80 m.kr.Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 130 m.kr.Heilbrigðisstofnun Austurlands, 70 m.kr.Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 110 m.kr.Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 71,1 m.kr.“
Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira