Lögreglan segir alla sem voru í bílnum frá Bretlandi.Vísir/Egill
Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að bíll fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. Um var að ræða fjölskyldu sem var saman í Toyota Land Cruiser-bifreið sem fór í gegnum vegrið á brúnni og niður á áraurana neðan við brúna.
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir alla sem voru bílnum hafa verið breska ríkisborgara. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Sveinn segir að vitað sé til þess að eitt barn hafi látist í slysinu.
Frá vettvangi slyssins.AðgerðastjórnBúið er að flytja alla slasaða af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Var flogið með þá á sjúkrahús í Reykjavík. Lögreglan er enn að störfum á vettvangi ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Búist er við að vinnu verði lokið á fjórða tímanum í dag en á meðan er lokað fyrir umferð yfir brúna og engin hjáleið í boði.
Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður var á meðal þeirra fyrstu á vettvang en hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. Þegar hann kom á vettvang voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út en önnur þeirra sótti slökkviliðsmenn á Selfoss sem höfðu klippur meðferðis til að losa fólk úr bílnum.
Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta.