Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2018 14:42 Suðurlandsvegur er lokaður vegna slyssins sem varð á tíunda tímanum í morgun. Vísir/JóiK Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. Þrennt lést þegar bíll fór út í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi þann 3. nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir slys á borð við það sem varð í dag afar sjaldgæf. 17. júní árið 2002 létust fjórir farþegar jeppabíls þegar bíllinn valt úr í Blöndulón. Síðar um sumarið létust þrjár konur í árekstri á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu, þann 21. ágúst 2002.Í skýrslu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vann árið 2014 og birt var á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1915-2014 urðu 1374 umferðarslys og 1502 létust. Þar með talin eru reiðhjólaslys, járnbrautaslys auk slysa þar sem bílar koma við sögu. Fjórir hafa mest látið lífið í einu umferðarslysi en samkvæmt fyrrnefndri skýrslu hefur það gerist þrisvar sinnum. Fyrsta banaslysið á Íslandi af völdum bifreiðar varð 29. júní 1919 þegar bíl var ekið yfir gangandi vegfaranda í Bankastræti við gatnamót Ingólfsstrætis.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að umferðarslysið væri það mannskæðasta síðan árið 2009. Beðist er velvirðingar á þessu. Banaslys við Núpsvötn Samgönguslys Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. Þrennt lést þegar bíll fór út í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi þann 3. nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir slys á borð við það sem varð í dag afar sjaldgæf. 17. júní árið 2002 létust fjórir farþegar jeppabíls þegar bíllinn valt úr í Blöndulón. Síðar um sumarið létust þrjár konur í árekstri á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu, þann 21. ágúst 2002.Í skýrslu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vann árið 2014 og birt var á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1915-2014 urðu 1374 umferðarslys og 1502 létust. Þar með talin eru reiðhjólaslys, járnbrautaslys auk slysa þar sem bílar koma við sögu. Fjórir hafa mest látið lífið í einu umferðarslysi en samkvæmt fyrrnefndri skýrslu hefur það gerist þrisvar sinnum. Fyrsta banaslysið á Íslandi af völdum bifreiðar varð 29. júní 1919 þegar bíl var ekið yfir gangandi vegfaranda í Bankastræti við gatnamót Ingólfsstrætis.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að umferðarslysið væri það mannskæðasta síðan árið 2009. Beðist er velvirðingar á þessu.
Banaslys við Núpsvötn Samgönguslys Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17