Innlent

Bróðir mannanna frávita af sorg

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjúkraflutningamenn færa einn hinna slösuðu á sjúkrahús.
Sjúkraflutningamenn færa einn hinna slösuðu á sjúkrahús. Vísir/Egill
,,Þetta voru bræður mínir og eiginkonur þeirra, þau voru bresk,“ segir Sarvesh Laturia í samtali við breska dagblaðið Evening Standard um banaslysið við Núpsvötn. 

Eins og greint hefur verið frá áður fórust þrír og slösuðust fjórir alvarlega þegar Toyota Land Cruiser-jeppi fór fram af brúnni við Núpsvötn í gær. Um var að ræða tvo bræður sem voru á ferð um landið ásamt eiginkonum sínum og börnum.

Eiginkonurnar létust í slysinu ásamt ungu barni. Haft er eftir sendiherra Indlands á Íslandi að líðan þeirra sem slösuðust sé stöðug.

Þá er einnig greint frá því að ættingjar og vinir þeirra sem slösuðust hafi hraðað sér frá Bretlandi til Reykjavíkur vegna slyssins. Bróðir mannanna, Sarvesh Laturia, segir við Evening Standard að hann sé frávita af sorg.

Líkt og komið hefur fram var fólkið á ferð um landið þegar ógæfan reið yfir en hann segir litlu frænku sína hafa verið barnið sem fórst í þessu í slysi. 


Tengdar fréttir

Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn

Eiginmenn kvennanna eru alvarlega slasaðir ásamt tveimur börnum sem voru í bílnum sem fór fram á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Auk kvennanna fórst ungt barn.

Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi

Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16.

Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf

Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×