Næturstrætó ekur áfram á næsta ári Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 11:31 Strætisvagnar hafa ekið um höfuðborgarsvæðið að næturlagi um helgar allt síðastliðið ár. Vísir/Vilhelm Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100 Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27
Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30
Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26