Mamma og pabbi voru í stúkunni þegar Martin snéri aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 15:45 Martin Hermannsson. Getty/Manuel Blondeau/Icon Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi. Körfubolti Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi.
Körfubolti Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira