Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. desember 2018 14:34 Brúin yfir Núpsvötn þar sem bíllinn fór fram af í gærmorgun. vísir/jói k. Litla stúlkan sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. Stúlkan var aðeins ellefu mánaða gömul, fædd í janúar á þessu ári, en auk hennar létust tvær konur í slysinu, eiginkonur tveggja bræðra sem lifðu slysið af og voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Landspítalans. Þá slösuðust tvö börn, sjö og níu ára, einnig alvarlega. Annar bræðranna náði að hringja á Neyðarlínuna og tilkynna um slysið. Sveinn Kristján segir að það sé alltaf þess virði að nota bílstólana. „Bílstólar veita börnum gríðarlega mikla vörn, miklu meira heldur en bílbeltin gera. Þannig að það er alltaf þess virði að nota bílstólana og þeir eru til þess gerðir, þeir eru náttúrulega ákveðið búr fyrir barnið og verja fyrir hliðarhöggum og annað. Það er ómögulegt að segja í þessu tilfelli hvað það hefði gert en það hefði klárlega ekki spillt,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður hvort lögreglan hafi kannað hvers vegna stúlkan var ekki í bílstól segir hann svo ekki vera þar sem enn sé ekki búið að taka skýrslur af þeim sem lifðu slysið af. „Þar til það er ekki klárt þá höfum við í sjálfu sér ekki skýringar á því,“ segir Sveinn.Frá vettvangi slyssins.Mynd/AðgerðastjórnOf algengt að fólk noti ekki bílbelti og/eða bílstóla Hann segir mjög afgerandi reglur hér á landi varðandi það að börn eigi að vera í bílstólum. „Svo er það nú bara þannig að það er misjafn siður í hverju landi fyrir sig og misjafnar reglur og því miður þá er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki bílbelta- né bílstólaskylda algjör þannig að maður geti aldrei „garanterað“ það að fólk sé vant þessu eða vant að nota þennan búnað og átti sig á skyldunni þegar fólk kemur frá framandi landi jafnvel. En allir ættu að vita að þetta er bráðnauðsynlegt og lífsnauðsynlegt.“ Sveinn segir lögregluna því miður verða alltof oft vara við það að fólk sé ekki að nota bílbelti og/eða bílstóla. Þessu sé sérstaklega ábótavant hjá ferðamönnum sem koma frá Asíu. Spurður út í það hvort aðrir farþegar í bílnum hafi verið í bílbeltum segir Sveinn ekki hægt að staðfesta það fyrr en búið sé að ljúka bílrannsókn sem og taka skýrslur af þeim sem lifðu. Sveinn segir líðan bræðranna og barnanna sem liggja á sjúkrahúsi eftir atvikum. Það verði að koma í ljós hvort teknar verði skýrslur af þeim í dag. „Við gefum þeim svigrúm til að draga andann og átta sig á því sem gerst hefur en við munum taka skýrslur af þeim um leið og mögulegt er,“ segir Sveinn.Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Litla stúlkan sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. Stúlkan var aðeins ellefu mánaða gömul, fædd í janúar á þessu ári, en auk hennar létust tvær konur í slysinu, eiginkonur tveggja bræðra sem lifðu slysið af og voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Landspítalans. Þá slösuðust tvö börn, sjö og níu ára, einnig alvarlega. Annar bræðranna náði að hringja á Neyðarlínuna og tilkynna um slysið. Sveinn Kristján segir að það sé alltaf þess virði að nota bílstólana. „Bílstólar veita börnum gríðarlega mikla vörn, miklu meira heldur en bílbeltin gera. Þannig að það er alltaf þess virði að nota bílstólana og þeir eru til þess gerðir, þeir eru náttúrulega ákveðið búr fyrir barnið og verja fyrir hliðarhöggum og annað. Það er ómögulegt að segja í þessu tilfelli hvað það hefði gert en það hefði klárlega ekki spillt,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður hvort lögreglan hafi kannað hvers vegna stúlkan var ekki í bílstól segir hann svo ekki vera þar sem enn sé ekki búið að taka skýrslur af þeim sem lifðu slysið af. „Þar til það er ekki klárt þá höfum við í sjálfu sér ekki skýringar á því,“ segir Sveinn.Frá vettvangi slyssins.Mynd/AðgerðastjórnOf algengt að fólk noti ekki bílbelti og/eða bílstóla Hann segir mjög afgerandi reglur hér á landi varðandi það að börn eigi að vera í bílstólum. „Svo er það nú bara þannig að það er misjafn siður í hverju landi fyrir sig og misjafnar reglur og því miður þá er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki bílbelta- né bílstólaskylda algjör þannig að maður geti aldrei „garanterað“ það að fólk sé vant þessu eða vant að nota þennan búnað og átti sig á skyldunni þegar fólk kemur frá framandi landi jafnvel. En allir ættu að vita að þetta er bráðnauðsynlegt og lífsnauðsynlegt.“ Sveinn segir lögregluna því miður verða alltof oft vara við það að fólk sé ekki að nota bílbelti og/eða bílstóla. Þessu sé sérstaklega ábótavant hjá ferðamönnum sem koma frá Asíu. Spurður út í það hvort aðrir farþegar í bílnum hafi verið í bílbeltum segir Sveinn ekki hægt að staðfesta það fyrr en búið sé að ljúka bílrannsókn sem og taka skýrslur af þeim sem lifðu. Sveinn segir líðan bræðranna og barnanna sem liggja á sjúkrahúsi eftir atvikum. Það verði að koma í ljós hvort teknar verði skýrslur af þeim í dag. „Við gefum þeim svigrúm til að draga andann og átta sig á því sem gerst hefur en við munum taka skýrslur af þeim um leið og mögulegt er,“ segir Sveinn.Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29