Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:21 Top Toy rekur þrjár Toys R' Us verslanir á Íslandi. Fréttablaðið/ernir Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri. Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri.
Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19
Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30
Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00