Netdónarnir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun