Búast við vonskuveðri á gamlársdag Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 17:33 Búist er við miklu hvassviðri og éljagangi víða á landinu á gamlársdag. Vísir(HAnna Gul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi norðvestan- og norðanverðu landinu framan af degi á gamlársdag. Búist er við stormi við Breiðafjörð og miklu hríðarveðri á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Öllu hægara veður verður þó fyrir sunnan, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Á vef Veðurstofunnar er spáð norðan stormi eða roki 20-28 m/s á Breiðafirði. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, og allt að 30 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölunum og á Barðaströnd. Á Vestfjörðum er einnig spáð norðan stormi. Þá má búast við „mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll“, að því er segir á vef Veðurstofunnar og gera má ráð fyrir staðbundnum hviðum yfir 35 m/s. Einnig er spáð talsverðri snjókomu og skafrenningi og er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni. „Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“ Hið sama er uppi á teningnum á Norðurlandi vestra og eystra en þar er spáð norðan hvassviðri eða stormi og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll. Einnig má búast við talsverðum éljagangi. Gert er ráð fyrir að veður lægi með kvöldinu en eins og staðan er núna er gul viðvörun Veðurstofu aðeins í gildi framan af degi á gamlársdag. Þannig verður veður verst fram til klukkan 10 við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, til 13:30 á Ströndum og Norðurlandi Vestra og til klukkan 16 á Norðurlandi eystra.Svona lítur kort Veðurstofu Íslands út. Spáin var síðast uppfærð klukkan 17:20 í dag og gildir fyrir gamlársdag.SKjáskot/Veðurstofa ÍslandsÍ dag hefur verið nokkuð hvasst um land allt en búist er við að dragi úr vindi og úrkomu í kvöld. Á morgun gengur í austan 10-18 m/s og hlýnar í veðri. Veðurstofan spáir jafnframt rigningu sunnanlands á morgun en snjókomu um landið norðanvert upp úr hádegi, sem síðar snýst upp í rigningu. Þá verður vaxandi suðlæg átt annað kvöld og styttir upp norðaustanlands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag (gamlársdagur):Norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu um landið norðanvert, en yfirleitt hægari fyrir sunnan og slydda með köflum. Dregur ört úr vindi og ofankomu um kvöldið, fyrst vestantil. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en vægt frost fyrir norðan. Á þriðjudag (nýársdagur):Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp S- og V-til þegar líður á daginn með rigningu um kvöldið og hlýnandi veðri. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Suðlægar áttir og rigning S- og V-til, annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig. Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Gul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi norðvestan- og norðanverðu landinu framan af degi á gamlársdag. Búist er við stormi við Breiðafjörð og miklu hríðarveðri á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Öllu hægara veður verður þó fyrir sunnan, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Á vef Veðurstofunnar er spáð norðan stormi eða roki 20-28 m/s á Breiðafirði. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, og allt að 30 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölunum og á Barðaströnd. Á Vestfjörðum er einnig spáð norðan stormi. Þá má búast við „mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll“, að því er segir á vef Veðurstofunnar og gera má ráð fyrir staðbundnum hviðum yfir 35 m/s. Einnig er spáð talsverðri snjókomu og skafrenningi og er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni. „Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“ Hið sama er uppi á teningnum á Norðurlandi vestra og eystra en þar er spáð norðan hvassviðri eða stormi og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll. Einnig má búast við talsverðum éljagangi. Gert er ráð fyrir að veður lægi með kvöldinu en eins og staðan er núna er gul viðvörun Veðurstofu aðeins í gildi framan af degi á gamlársdag. Þannig verður veður verst fram til klukkan 10 við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, til 13:30 á Ströndum og Norðurlandi Vestra og til klukkan 16 á Norðurlandi eystra.Svona lítur kort Veðurstofu Íslands út. Spáin var síðast uppfærð klukkan 17:20 í dag og gildir fyrir gamlársdag.SKjáskot/Veðurstofa ÍslandsÍ dag hefur verið nokkuð hvasst um land allt en búist er við að dragi úr vindi og úrkomu í kvöld. Á morgun gengur í austan 10-18 m/s og hlýnar í veðri. Veðurstofan spáir jafnframt rigningu sunnanlands á morgun en snjókomu um landið norðanvert upp úr hádegi, sem síðar snýst upp í rigningu. Þá verður vaxandi suðlæg átt annað kvöld og styttir upp norðaustanlands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag (gamlársdagur):Norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu um landið norðanvert, en yfirleitt hægari fyrir sunnan og slydda með köflum. Dregur ört úr vindi og ofankomu um kvöldið, fyrst vestantil. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en vægt frost fyrir norðan. Á þriðjudag (nýársdagur):Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp S- og V-til þegar líður á daginn með rigningu um kvöldið og hlýnandi veðri. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Suðlægar áttir og rigning S- og V-til, annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig.
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira