Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 09:00 Griðarlegt eignatjón hefur orðið í mótmælunum sem staðið hafa yfir síðustu fjórar helgar. Bílar hafa verið brenndir og verslanir eyðilagðar. NORDICPHOTOS/GETTY Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03
Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02