Innlent

Yfirfullt og ekki öruggt á spítala

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Anton Brink
„Við aðstæður sem þessar er augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins.

„Á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé um 85 prósent enda mikilvægt að borð sé fyrir báru í viðkvæmum rekstri. Við höfum undanfarin misseri oftast verið í ríflega 100 prósent nýtingu á bráðalegudeildum okkar og nú í vikunni keyrði um þverbak þegar rúmanýtingin náði 117 prósent!“ skrifar forstjórinn um ástandið í síðustu viku. Landlækni og velferðarráðuneyti hafi verið gert viðvart.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×