Innlent

Meirihluti landsmanna telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
52 prósent landsmanna telja mikilvægt eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Fer þeim lítillega fækkandi sem telja nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði þó um fjögur prósentustig frá könnun MMR í september í fyrra. 34 prósent telja það mjög mikilvægt.

Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga (56%) heldur en karlar (49%). Hlutfall þeirra sem kváðu breytingar á stjórnarskrá mjög mikilvægar fór vaxandi með auknum aldri en 41% þeirra 68 ára og eldri sagði mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samanborið við 28% þeirra 18-29 ára.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins (54%) voru líklegri en þeir búsettir á landsbyggðinni (48%) til að telja stjórnarskrárbreytingar mikilvægar. Stuðningsfólk Pírata (90%), Flokks fólksins (85%) og Samfylkingar (83%) reyndist líklegast til að segja það mikilvægt að landsmenn fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks (66%), Miðflokks (60%) og Framsóknarflokks (41%) reyndist líklegast til að segja það lítilvægt.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október 2018 og var heildarfjöldi svarenda 964 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Nánar á vef MMR.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:26.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×