Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 21:00 Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann. Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann.
Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira