Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 21:00 Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann. Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann.
Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira