Stelpurnar hans Þóris gætu misst af miklum pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 12:30 Stine Bredal Oftedal. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar) EM 2018 í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira