Klopp upp á vegg í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:30 Jürgen Klopp og Mohamed Salah. Vísir/Getty Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira
Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira