Þrjátíu þúsund starfsmenn reyndust uppdiktaðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:15 Frá höfuðborginni Maputo. Getty/ Eric Lafforgue Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess. Afríka Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess.
Afríka Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira