Þrjátíu þúsund starfsmenn reyndust uppdiktaðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:15 Frá höfuðborginni Maputo. Getty/ Eric Lafforgue Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess. Afríka Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess.
Afríka Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira