Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni og í öllum jarðgöngum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20