Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:00 Karsten Dybvad. Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank. Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank.
Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33