Meðalmarkvörður væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 14:15 Alisson Becker. Vísir/Getty Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30
Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30