Erlent

25 slökkviliðsmenn börðust við tonn af súkkulaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ansi sérstakt útkall.
Ansi sérstakt útkall. Mynd/Slökkviliðið í Werl.
Það var æði sérstakt útkallið sem slökkviliðsmenn í þýska bænum Werl fengu síðastliðinn mánudag. Tonn af fljótandi súkkulaði hafði sloppið úr súkkulaðitank með þeim afleiðingum að það flæddi yfir nærliggjandi götu. 25 slökkviliðsmenn börðust við að fjarlægja súkkulaðið sem harðnaði eins og skot.

Nutu þeir hjálpar starfsmanna súkkulaðiverksmiðjunnar en notast var við skóflur, heitt vatn og brennara til þess að mýkja súkkulaðið upp sem var orðið að einu risastóru súkkulaðistykki.

Ástæða lekans er rakin til tæknilegs örðugleika en forstjóri súkkulaðiverskmiðjunnar segir að blessunarlega sé nægur tími til stefnu fyrir jól til þess að vinna upp tapið á tonninu sem lak út. Ef súkkulaðið hefði hins vegar lekið út nær jólum hefði það getað haft mikil áhrif á á verksmiðjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×