Erlent

„Einn hættulegasti maður Malmö“ skotinn til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Skotárásir hafa verið tíðar í Malmö á árinu.
Skotárásir hafa verið tíðar í Malmö á árinu. Getty
Lögregla í sænsku borginni Malmö hefur lýst 51 árs gömlum manni sem var skotinn til bana í morgun sem „einum hættulegasta manni borgarinnar“.

Lögregla rannsakar nú möguleg tengsl á morðinu á manninum og fleiri ofbeldisbrotum við hið svokallaða „leigubílamorð“ fyrir sjö árum síðan.

Tilkynning barst lögreglunni í Malmö klukkan 8:27 í morgun að staðartíma um skotárás á Södra Skolgatan, suður af miðborginni. Hafði 51 árs karlmaður verið skotinn í bakið eftir að hafa komið út úr porti og út á götu. Var hann einnig skotinn í höfuðið.

Aftonbladet greinir frá því að enginn hafi enn verið handtekinn vegna málsins.

Fórnarlambið var góðkunningi lögreglunnar í Malmö. Fyrir átta árum, í júní 2010, var hann grunaður um tilraun til manndráps eftir að tveir urðu fyrir skotum í skotárás í miðborg Malmö. Ári síðar var hann grunaður um að hafa orðið leiðtoga glæpagengisins Bræðralagsins Wolfpacks, Alex Ghara Mohammidi, að bana í húsnæði leigubílastöðvar. Hann var þó sýknaður fyrir dómi.

Morð og skotárásir hafa verið tíðar í Malmö síðustu misserin og tengjast þau flest deilum glæpagengja í borginni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×