Ætlar að beita sér fyrir menntun og nýsköpun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. desember 2018 07:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. „Miðað við hvernig samfélag okkar er að þróast virðist popúlisminn eiga greiða leið upp á dekk og það er ekkert annað sem vinnur betur gegn því heldur en almenn skynsemi og upplýsing,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, sem tekur sæti á Alþingi þegar það kemur saman að loknu jólaleyfi 15. janúar. Jóhanna er varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í launalausu leyfi fram í febrúar að eigin ósk í kjölfar áminningar sem Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum í lok nóvember. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út á völl þegar þetta kom upp og Einar [Kárason] í miðri jólabókavertíð, þannig að Ellert Schram bjargaði málunum í bili, sá eðalmaður,“ segir Jóhanna sem er stödd í heimalandi eiginmanns síns, Suður-Afríku þar sem hún mun eyða jólunum með fjölskyldunni sinni. „Ég geri ráð fyrir að koma inn þegar þingstörf hefjast eftir áramótin og vera til 6. febrúar.“ Aðspurð um pólitískar áherslur og hvers megi vænta af henni á þingi segir Jóhanna að mikilvægi menntunar og nýsköpunar, sérstaklega fyrir lífsgæði í samfélaginu, þurfi að skína betur í gegn í áherslum stjórnvalda. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að muna eftir því af hverju til dæmis fólk eins og ég komst á annað borð í háskólanám, en móðir mín var einstæð fjögurra barna móðir í Breiðholti,“ segir Jóhanna Vigdís. Hún segir hlutverk Lánasjóðs námsmanna afar mikilvægt fyrir samfélagið og hlúa þurfi betur að félagslegu hlutverki sjóðsins og samfélagslegu hlutverki háskólanna. Jóhanna settist í fyrsta sinn á þing í október síðastliðnum þegar hún leysti Ágúst Ólaf af um vikutíma. Jóhanna er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík en lauk bæði BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningarfræði frá Edinborgarháskóla. Jóhanna gegnir framkvæmdastjórastöðu hjá Almannarómi, félagi um máltækni, en hefur einnig gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Háskólanum í Reykjavík, stýrt Listahátíð í Reykjavík og verið forstöðumaður samskiptasviðs Straums Burðaráss. Ekki liggur fyrir hvort Ágúst Ólafur á afturkvæmt á þing og þar af leiðandi hvort Jóhanna Vigdís muni sitja á þingi um nokkurra vikna skeið eða allt til næstu kosninga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun forysta flokksins veita Ágústi Ólafi svigrúm til að leita sér aðstoðar og ná áttum. adalheidur@frettabladid.is Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
„Miðað við hvernig samfélag okkar er að þróast virðist popúlisminn eiga greiða leið upp á dekk og það er ekkert annað sem vinnur betur gegn því heldur en almenn skynsemi og upplýsing,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, sem tekur sæti á Alþingi þegar það kemur saman að loknu jólaleyfi 15. janúar. Jóhanna er varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í launalausu leyfi fram í febrúar að eigin ósk í kjölfar áminningar sem Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum í lok nóvember. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út á völl þegar þetta kom upp og Einar [Kárason] í miðri jólabókavertíð, þannig að Ellert Schram bjargaði málunum í bili, sá eðalmaður,“ segir Jóhanna sem er stödd í heimalandi eiginmanns síns, Suður-Afríku þar sem hún mun eyða jólunum með fjölskyldunni sinni. „Ég geri ráð fyrir að koma inn þegar þingstörf hefjast eftir áramótin og vera til 6. febrúar.“ Aðspurð um pólitískar áherslur og hvers megi vænta af henni á þingi segir Jóhanna að mikilvægi menntunar og nýsköpunar, sérstaklega fyrir lífsgæði í samfélaginu, þurfi að skína betur í gegn í áherslum stjórnvalda. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að muna eftir því af hverju til dæmis fólk eins og ég komst á annað borð í háskólanám, en móðir mín var einstæð fjögurra barna móðir í Breiðholti,“ segir Jóhanna Vigdís. Hún segir hlutverk Lánasjóðs námsmanna afar mikilvægt fyrir samfélagið og hlúa þurfi betur að félagslegu hlutverki sjóðsins og samfélagslegu hlutverki háskólanna. Jóhanna settist í fyrsta sinn á þing í október síðastliðnum þegar hún leysti Ágúst Ólaf af um vikutíma. Jóhanna er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík en lauk bæði BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningarfræði frá Edinborgarháskóla. Jóhanna gegnir framkvæmdastjórastöðu hjá Almannarómi, félagi um máltækni, en hefur einnig gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Háskólanum í Reykjavík, stýrt Listahátíð í Reykjavík og verið forstöðumaður samskiptasviðs Straums Burðaráss. Ekki liggur fyrir hvort Ágúst Ólafur á afturkvæmt á þing og þar af leiðandi hvort Jóhanna Vigdís muni sitja á þingi um nokkurra vikna skeið eða allt til næstu kosninga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun forysta flokksins veita Ágústi Ólafi svigrúm til að leita sér aðstoðar og ná áttum. adalheidur@frettabladid.is
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28