Telur sparnað Sjúkratrygginga lífshættulegan sjúklingum Sveinn Arnarsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Grensás er endurhæfingardeild þar sem markmiðið er að gera einstaklinga eins sjálfbjarga líkamlega, andlega og félagslega og hægt er. Fréttablaðið/Ernir Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira