Innlent

Töluvert brotinn en ekki í lífshættu eftir að stálbiti féll á hann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu.
Slysið varð á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu. Vísir/vilhelm
Maðurinn sem hafnaði undir 500 kílóa stálbita í uppsveitum Árnessýslu í gær er ekki í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn er þó töluvert brotinn en hann lá fastur undir bitanum í nokkra stund.

Slysið varð á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu á sjötta tímanum í gær. Maðurinn var þar við störf þegar stálbitinn valt ofan á hann. Að sögn lögreglu festist maðurinn undir bitanum þar til öðrum starfsmanni á verkstæðinu tókst að velta bitanum af honum.

Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Eins og áður segir er hann töluvert brotinn en ekki í lífshættu.

Slysið verður rannsakað en allt er þó enn á frumstigum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×