Eldmóðurinn kviknaður af fullum krafti Hjörvar Ólafsson skrifar 14. desember 2018 12:30 Anton Sveinn McKee fréttablaðið/getty Anton Sveinn hefur bætt þrjú Íslandsmet á mótinu, en það er í greinunum 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hingað til hefur hann verið sterkastur í 200 metra bringusundinu, en hefur nú bætt sig í hinum greinunum tveimur sem er gleðiefni. Þá á Anton enn fremur næstbesta tíma Norðurlandabúa í 100 og 200 metra bringusundi. Norðmaðurinn Alexander Dale Oen á metið í 100 metra bringusundi og Svíinn Erik Persson hefur synt hraðast í 200 metra bringusundi. „Markmiðið fyrir mótið var fyrst og fremst að taka stöðuna á mér og sjá hvar ég stæði fyrir Ólympíuleikana 2020 og þau mót sem fram undan eru á fyrstu sex mánuðum á næsta ári. Það er ofboðslega góð tilfinning að finna að æfingar síðustu vikurnar hafa gengið vel að það æfingaprógram sem hefur verið sett upp fyrir mig er að ganga upp svo um munar,“ segir Anton Sveinn sem var augljóslega fullur af eldmóði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Kína. Hugsaði um að hætta í sundi „Ég var að gæla við að segja skilið við sundkaflann í mínu lífi þegar ég lauk háskólanáminu mínu. Ég tók smá pásu þegar ég tók við krefjandi starfi sem ég sinni enn í dag. Ég fann það hins vegar fljótlega að ég saknaði sundlaugarinnar og byrjaði að æfa aftur. Það tók ekki langan tíma að finna hvatann aftur og mér líður mjög vel með liðinu hér úti og sú liðsheild sem hefur skapast hér á stóran þátt í þeim góða árangri sem ég hef náð,“ segir hann um aðdraganda mótsins. „Þar sem ég er staðsettur í Boston vegna vinnu minna, en þarf að ferðast mikið alla virka daga og kem reglulega til Íslands er æfingaprógramið töluvert púsluspil. Will Leonhart sem þjálfaði mig í háskólanum þjálfar mig þegar ég er í Boston og Klaus Jürgen Ohk og Mladen Tepavcevic sjá svo um mig þegar ég er á Íslandi og um að samræma prógramið. Það hefur svo skilað mér miklu að æfa undir handleiðslu styrktarþjálfarans Davíðs Jónatanssonar. Þar sem ég get ekki synt jafn mikið og gerði áður vegna anna í vinnunni lyfti ég meira þess í stað. Ég finn að það er að skila mér betra upphafssparki frá bakkanum og snúningum,“ segir hann um fyrirkomulag æfinga sinna. Hvíldin var nauðsynleg fyrir framhaldið „Ég fann þegar ég kláraði háskólann að mikið álag í sundinu var farið að segja til sín og ég þurfti pásu. Eftir Ólympíuleika ár 2016 fór ég beint í krefjandi háskólanám og æfði sund meðfram því. Ég fann það að ég þurfti á hvíld að að halda um haustið 2016 og ég tók því nokkuð rólega þar til fyrir um það bil einu ári síðan þegar áhuginn á að fara taka sundið föstum tökum á nýjan leik kviknaði hjá mér,“ segir hann.Langar að enda mótið með fjórða metinu „Ég á eitt sund eftir sem að er 50 metra bringusund á morgun. Það væri frábært að klára þeta með Íslandsmeti, en ef að það tekst ekki geng ég samt sem áður klárlega sáttur frá borði. Nú veit ég hvar ég stund, finn að æfingarnar eru að skila sér og að ég er á réttri leið. Ég veit hvað ég þarf bæta fyrir Ólympíuleikana sem að er langtímamarkmiðið og ég hef Íslandsmeistaramótið og Smáþjóðleikana og að lokum heimsmeistaramótið sem fram fer í júlí næsta sumar til þess að ná lágmörkum fyrir þá leika,“ segir hann um framhaldið. „Mig minnir að ég hafi áður synt á tíma sem er undir þeim sem er lágmarkið í 200 metra bringusundi og það muni um það hálfri sekúndu í 50 og metra bringusundi. Ég hef fulla trú á því að ég nái þessum lágmörkum og þetta mót gerir ekkert annað en að styrkja þá trú enn frekar. Sundið er aftur orðið það skemmtilegasta sem ég geri og mér líður vel sem er aðalatriðið,“ segir hann enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Anton Sveinn hefur bætt þrjú Íslandsmet á mótinu, en það er í greinunum 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hingað til hefur hann verið sterkastur í 200 metra bringusundinu, en hefur nú bætt sig í hinum greinunum tveimur sem er gleðiefni. Þá á Anton enn fremur næstbesta tíma Norðurlandabúa í 100 og 200 metra bringusundi. Norðmaðurinn Alexander Dale Oen á metið í 100 metra bringusundi og Svíinn Erik Persson hefur synt hraðast í 200 metra bringusundi. „Markmiðið fyrir mótið var fyrst og fremst að taka stöðuna á mér og sjá hvar ég stæði fyrir Ólympíuleikana 2020 og þau mót sem fram undan eru á fyrstu sex mánuðum á næsta ári. Það er ofboðslega góð tilfinning að finna að æfingar síðustu vikurnar hafa gengið vel að það æfingaprógram sem hefur verið sett upp fyrir mig er að ganga upp svo um munar,“ segir Anton Sveinn sem var augljóslega fullur af eldmóði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Kína. Hugsaði um að hætta í sundi „Ég var að gæla við að segja skilið við sundkaflann í mínu lífi þegar ég lauk háskólanáminu mínu. Ég tók smá pásu þegar ég tók við krefjandi starfi sem ég sinni enn í dag. Ég fann það hins vegar fljótlega að ég saknaði sundlaugarinnar og byrjaði að æfa aftur. Það tók ekki langan tíma að finna hvatann aftur og mér líður mjög vel með liðinu hér úti og sú liðsheild sem hefur skapast hér á stóran þátt í þeim góða árangri sem ég hef náð,“ segir hann um aðdraganda mótsins. „Þar sem ég er staðsettur í Boston vegna vinnu minna, en þarf að ferðast mikið alla virka daga og kem reglulega til Íslands er æfingaprógramið töluvert púsluspil. Will Leonhart sem þjálfaði mig í háskólanum þjálfar mig þegar ég er í Boston og Klaus Jürgen Ohk og Mladen Tepavcevic sjá svo um mig þegar ég er á Íslandi og um að samræma prógramið. Það hefur svo skilað mér miklu að æfa undir handleiðslu styrktarþjálfarans Davíðs Jónatanssonar. Þar sem ég get ekki synt jafn mikið og gerði áður vegna anna í vinnunni lyfti ég meira þess í stað. Ég finn að það er að skila mér betra upphafssparki frá bakkanum og snúningum,“ segir hann um fyrirkomulag æfinga sinna. Hvíldin var nauðsynleg fyrir framhaldið „Ég fann þegar ég kláraði háskólann að mikið álag í sundinu var farið að segja til sín og ég þurfti pásu. Eftir Ólympíuleika ár 2016 fór ég beint í krefjandi háskólanám og æfði sund meðfram því. Ég fann það að ég þurfti á hvíld að að halda um haustið 2016 og ég tók því nokkuð rólega þar til fyrir um það bil einu ári síðan þegar áhuginn á að fara taka sundið föstum tökum á nýjan leik kviknaði hjá mér,“ segir hann.Langar að enda mótið með fjórða metinu „Ég á eitt sund eftir sem að er 50 metra bringusund á morgun. Það væri frábært að klára þeta með Íslandsmeti, en ef að það tekst ekki geng ég samt sem áður klárlega sáttur frá borði. Nú veit ég hvar ég stund, finn að æfingarnar eru að skila sér og að ég er á réttri leið. Ég veit hvað ég þarf bæta fyrir Ólympíuleikana sem að er langtímamarkmiðið og ég hef Íslandsmeistaramótið og Smáþjóðleikana og að lokum heimsmeistaramótið sem fram fer í júlí næsta sumar til þess að ná lágmörkum fyrir þá leika,“ segir hann um framhaldið. „Mig minnir að ég hafi áður synt á tíma sem er undir þeim sem er lágmarkið í 200 metra bringusundi og það muni um það hálfri sekúndu í 50 og metra bringusundi. Ég hef fulla trú á því að ég nái þessum lágmörkum og þetta mót gerir ekkert annað en að styrkja þá trú enn frekar. Sundið er aftur orðið það skemmtilegasta sem ég geri og mér líður vel sem er aðalatriðið,“ segir hann enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira