Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:22 Hópuppsagnir voru hjá WOW air í gær. Vísir/Vilhelm Mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði ef marka má niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. Hópuppsagnir WOW air í gær eru þær stærstu sem sést hafa lengi en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp og munu samningar við verkataka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir en þar er um að ræða rúmlega 2000 manns. Auk þess vara 237 manns sagt upp hjá Airport Associates, þjónustuaðila WOW í Leifsstöð, í lok nóvember. Ekki er enn vitað hvort uppsagnir og afleiðingar þeirra ná til fleiri starfsmanna en alls er um að ræða um það bil 550 manns ef allt fer á versta veg. Miðað við tölur hagstofunnar væri atvinnuleysi 3,1 prósent ef þessir starfsmenn væru taldir með en ekki 2,9 prósent eins og staðan var í október. Að sama skapi gæti skráð atvinnuleysi orðið 2,7 prósent en ekki 2,4 prósent ef allt þetta fólk færi á atvinnuleysisskrá. Sé hópuppsögn WOW air talin frá sýna tölur síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans hefur atvinnuþátttaka verið stöðug og það sama má segja um vinnutíma. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og virtist um tíma vera að þokast upp á við en síðan hafa ekki orðið mikil breyting þar á. Þá megi ætla að vinnumarkaðurinn haldi sterkri stöðu sinni áfram þó því sé spáð að hagvöxtur fari eitthvað minnkandi á næstu árum. Hópuppsögn WOW komi út úr sérstökum aðstæðum og tæplega megi búast við að fleira í þessum dúr komi í kjölfarið. Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði ef marka má niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. Hópuppsagnir WOW air í gær eru þær stærstu sem sést hafa lengi en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp og munu samningar við verkataka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir en þar er um að ræða rúmlega 2000 manns. Auk þess vara 237 manns sagt upp hjá Airport Associates, þjónustuaðila WOW í Leifsstöð, í lok nóvember. Ekki er enn vitað hvort uppsagnir og afleiðingar þeirra ná til fleiri starfsmanna en alls er um að ræða um það bil 550 manns ef allt fer á versta veg. Miðað við tölur hagstofunnar væri atvinnuleysi 3,1 prósent ef þessir starfsmenn væru taldir með en ekki 2,9 prósent eins og staðan var í október. Að sama skapi gæti skráð atvinnuleysi orðið 2,7 prósent en ekki 2,4 prósent ef allt þetta fólk færi á atvinnuleysisskrá. Sé hópuppsögn WOW air talin frá sýna tölur síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans hefur atvinnuþátttaka verið stöðug og það sama má segja um vinnutíma. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og virtist um tíma vera að þokast upp á við en síðan hafa ekki orðið mikil breyting þar á. Þá megi ætla að vinnumarkaðurinn haldi sterkri stöðu sinni áfram þó því sé spáð að hagvöxtur fari eitthvað minnkandi á næstu árum. Hópuppsögn WOW komi út úr sérstökum aðstæðum og tæplega megi búast við að fleira í þessum dúr komi í kjölfarið.
Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira