Innlent

Hrun hjá Miðflokknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/ernir
Fylgi Miðflokksins hrynur í nýrri könnun MMR og Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur, með stuðning rúmlega 22 prósenta landsmanna. Könnunin var framkvæmd dagana fimmta til ellefta desember og eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins um eitt prósent frá síðustu könnun fyrirtækisins.

Samfylkingin mælist með 16,9%, sem er svipað fylgi og flokkurinn mældist með í síðustu könnun. Píratar bætt rúmlega þremur prósentustigum við sig og mælast með 14,4% fylgi.

Þá bæta Vinstri græn rúmlega tveimur og hálfu prósentustigi við sitt fylgi, mælast með 12,9 prósenta fylgi, og Framsóknarflokkurinn eykur sitt fylgi um fimm prósent í 12,5 prósent.

Fylgi Miðflokksins fellur hins vegar um rúmlega sjö prósentustig frá síðustu mælingu, úr 13,1 prósenti í 5,9 prósent, og Flokkur fólksins missir rúm þrjú prósent og mælist með ríflega fjögurra prósenta fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst lítillega en 40,3% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 39,9% í síðustu mælingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×