Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:09 Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari. Skjáskot úr frétt Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi. Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi.
Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53