Hafa handtekið tvo í tengslum við nektarmyndatöku á Pýramídanum mikla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 18:35 Skjáskot úr myndbandinu sem vakið hefur mikla athygli. Mynd/Skjáskot Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana. Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana.
Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47