Hafa handtekið tvo í tengslum við nektarmyndatöku á Pýramídanum mikla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 18:35 Skjáskot úr myndbandinu sem vakið hefur mikla athygli. Mynd/Skjáskot Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana. Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana.
Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent