Nýtt nafn á EM-bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2018 10:00 Siraba Dembele fagnar marki Vísir/EPA Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016. Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira