Trylltur ökumaður, nágrannaerjur og einn sem brjálaðist í vegabréfaskoðun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 22:11 Það hefur gengið á ýmsu hjá lögreglunni það sem af er löggutísti. vísir/vilhelm Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur. Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur.
Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
#Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30