Rannsaka andlát sjö ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 08:57 Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. AP/Roberto E. Rosales Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar. Stúlkan, Jakelin Caal Maquin var hneppt í varðhald ásamt föður sínum eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og lést nokkrum klukkutímum síðar. Fyrst var greint frá andláti stúlkunnar í gær og þá var talið að hún hefði látist af völdum ofþornunar og blóðeitrunar og talið væri að hún hefði verið án matar og vatns í marga daga á ferðalaginu. Landamæraeftirlitið hafnar þessu og segir að feðginin hafi haft greiðan aðganga að vatni og mat. Eftirlitsstofnun rannsakar nú málið og mun skila skýrslu að þeirri vinnu lokinni. Landamæraeftirlitið segir að stúlkan hafi verið hneppt í varðhald fyrir að koma ólöglega til Bandaríkjanna kvöldið 6. desember. Hún hafi þá undirgengist skoðun og í henni hafi engir heilsukvillar fundist. Henni hafi verið haldið á stað þar sem var matur, vatn og aðgangur að salerni áður en hún fór um borð í rútu ásamt föður sínum rúma 150 kílómetra að næstu landamærastöð. Stúlkan hafi hins vegar kastað upp um borð í rútunni og síðar hætt að anda. Þegar rútan kom á landamærastöðina fékk hún fyrstu hjálp og var lífguð við tvisvar áður en hún var send á spítala í El Paso. Þar hafi hún látist eftir að hafa farið í hjartastopp og var greind með bólgur í heila og lifrarbilun. Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. Ýmsir Demókratar hafa kallað eftir afsögnum vegna málsins en aðrir, meðal annars Hillary Clinton fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segja málið hluta af krísunni á landamærunum við Mexíkó. Bandaríkin Flóttamenn Gvatemala Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar. Stúlkan, Jakelin Caal Maquin var hneppt í varðhald ásamt föður sínum eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og lést nokkrum klukkutímum síðar. Fyrst var greint frá andláti stúlkunnar í gær og þá var talið að hún hefði látist af völdum ofþornunar og blóðeitrunar og talið væri að hún hefði verið án matar og vatns í marga daga á ferðalaginu. Landamæraeftirlitið hafnar þessu og segir að feðginin hafi haft greiðan aðganga að vatni og mat. Eftirlitsstofnun rannsakar nú málið og mun skila skýrslu að þeirri vinnu lokinni. Landamæraeftirlitið segir að stúlkan hafi verið hneppt í varðhald fyrir að koma ólöglega til Bandaríkjanna kvöldið 6. desember. Hún hafi þá undirgengist skoðun og í henni hafi engir heilsukvillar fundist. Henni hafi verið haldið á stað þar sem var matur, vatn og aðgangur að salerni áður en hún fór um borð í rútu ásamt föður sínum rúma 150 kílómetra að næstu landamærastöð. Stúlkan hafi hins vegar kastað upp um borð í rútunni og síðar hætt að anda. Þegar rútan kom á landamærastöðina fékk hún fyrstu hjálp og var lífguð við tvisvar áður en hún var send á spítala í El Paso. Þar hafi hún látist eftir að hafa farið í hjartastopp og var greind með bólgur í heila og lifrarbilun. Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. Ýmsir Demókratar hafa kallað eftir afsögnum vegna málsins en aðrir, meðal annars Hillary Clinton fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segja málið hluta af krísunni á landamærunum við Mexíkó.
Bandaríkin Flóttamenn Gvatemala Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna