Körfubolti

Körfuboltakvöld: Ógeðslega spennandi Stólar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Síkið er orðið að algjöru vígi
Síkið er orðið að algjöru vígi S2 Sport
Tindastóll er á toppi Domino's deildar karla þegar ein umferð er eftir af fyrri hluta mótsins. Stólarnir hafa verið óstöðvandi í vetur og aðeins tapað einum leik.

Tindastóll vann ekki eins sannfærandi sigur og margir bjuggust við þegar Skallagrímur mætti í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki á fimmtudag en kláruðu leikinn örugglega í fjórða leikhluta.

„Þeir eru ógeðslega spennandi. Þeir eru búnir að vera hörku spennandi síðustu ár en þeir eru komnir með Brynjar,“ sagði Fannar Ólafsson í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld þegar leikurinn var ræddur.

„Brynjar er að koma með það að kunna að vinna. Það er þetta aukalega, sem þú getur ekki fattað. Hann æfir vel, hann er kokhraustur og lætur menn einbeita sér.“

„Þeir voru með grunninn en svo kemur hann og fer með þá yfir hæðina.“

Danero Thomas kom einnig til Tindastóls í sumar og hefur hann gert mikið fyrir liðið, þó kannski ekki eins áberandi og Brynjar Þór Björnsson.

„Þar sem hann fer, liðin spila betur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Þetta er greinilega algjör topp drengur,“ tók Fannar undir.

„Hugsið ykkur karakterinn, að egóið hans sé það sterkt að hann þurfi ekki að vera alltaf aðalmaðurinn. Hann hefur smollið eins og flís við rass í þremur liðum, þetta er ótrúlega erfitt að fá.“

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Tindastóll ógeðslega spennandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×