Körfubolti

Körfuboltakvöld: Eins og að slá heimsetið í maraþoni um fimm mínútur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ótrúleg tölfræði Elvars
Ótrúleg tölfræði Elvars s2 sport
Elvar Már Friðriksson var frábær í sigri Njarðvíkur á Breiðabliki í Domino's deild karla á fimmtudag. Hann náði þeim sögulega árangri að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að skora 40 stig í þrefaldri tvennu í efstu deild.

Næst stigahæsta þrennan í sögu úrvalsdeildar á eftir Elvari er 29 stig Eysteins Bjarna Ævarssonar fyrir Hött á móti Þór Þorlákshöfn í mars 2016.

„Þetta er svona eins og að slá heimsmetið í maraþoni um fimm mínútur,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um metið í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Elvar Már kom til Njarðvíkur fyrir stuttu eftir að hann snéri heim frá Frakklandi og er það honum að þakka að Njarðvík er enn með jafn mörg stig og Tindastóll á toppi deildarinnar að mati sérfræðinganna.



Klippa: Körfuboltakvöld: Söguleg þrenna Elvars í Njarðvík

Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Ógeðslega spennandi Stólar

Tindastóll er á toppi Domino's deildar karla þegar ein umferð er eftir af fyrri hluta mótsins. Stólarnir hafa verið óstöðvandi í vetur og aðeins tapað einum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×