„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:45 Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór
Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53